Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Mynd / EsBro
Fréttir 30. mars 2016

EsBro ekki lengur með forgang að lóðinni

Höfundur: smh
Síðla árs 2014 bárust fréttir af því að framkvæmdum hollenska fyrirtækisins EsBro við risagróðurhús undir tómataræktun hefði verið seinkað. Ætlunin var að reisa slíkt hús í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík,  Lítið hefur spurst til framkvæmdanna síðan. 
 
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrirtækinu hefði verið tilkynnt á síðasta ári að það hefði ekki lengur forgang að lóðinni. 
 
Hann segir að lóðin sé þó enn á deiliskipulagi og þar sé gert ráð fyrir gróðurhúsastarfsemi innan Auðlindagarðsins – í nágrenni við græna orku – og laus til umsóknar sem slík. 
Kristján Eysteinsson, sem hefur verið talsmaður EsBro á Íslandi, segir að málið sé í biðstöðu af þeirra hálfu, en það sé ekki formlega búið að loka því.
 
Í áætlunum EsBro var gert ráð fyrir tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað. Í viðtali seint á árinu 2014 sagði Kristján að fjárfestingamálin væru ófrágengin.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...