Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Erfðabreytt ræktun á  190 milljón hekturum
Fréttir 9. ágúst 2018

Erfðabreytt ræktun á 190 milljón hekturum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áætlað er að erfðabreyttar plöntur séu ræktaðar á um 190 milljónum hekturum lands í heiminum. Mest er ræktunin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Brasilíu og Argentínu.

Ræktun á erfðabreyttum nytjaplöntum er sífellt að aukast og í dag er áætlað að þær séu ræktaðar á um 190 milljón hekturum lands í heiminum. Um helmingur ræktunarinnar eru sojabaunir, á eftir fylgir bómull og repjuolíu.

Langmest er ræktunin í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem ætlað er að 75 milljónir lands séu nýttir undir ræktun erfðabreyttra nytjaplantna. Í Brasilíu er landnýtingin áætluð rúmir 50 milljón og í Argentínu 26,3 milljón hektarar. Kanada er í fjórða sæti með um 13 milljón hektara. Þar á eftir koma Indland með rúma 11 og Paragvæ og Pakistan með um 3 milljón hektara af landi sem notað er til ræktunar á erfðabreyttum plöntum.

Fimm stærstu ræktunarlönd erfðabreyttra plantna, hvort sem það er til manneldis eða sem fóður, framleiða um tæplega 95% þeirra á heimsvísu.

Skylt efni: erfðabreytingar | ræktun

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...