Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birna Kristín Baldursdóttir umsjónar­maður Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birna Kristín Baldursdóttir umsjónar­maður Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 30. október 2019

Erfðaauðlindir í íslenskri náttúru og landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Erfðanefnd landbúnaðarins hefur sent frá sér Landsáætlun um verndum erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði fyrir 2019 til 2023. Með áætluninni er mótuð stefna erfðanefndar um varðveislu og sjálfbæra nýting erfðaauðlinda í landbúnaði sem er hlutverk nefndarinnar og er skilgreint í lögum.

Í áætluninni segir að varðveisla erfðafjölbreytni og sjálf­bær nýting erfðaauðlinda séu lykilatriði varðandi framtíð matvæla­fram­leiðslu í landbúnaði og að erfða­breytileiki sé undirstaða þess að nytjategundir geti aðlagast breyttum umhverfisaðstæðum. Jafn­framt því að vera forsenda þess að hægt sé að stunda árangursríkar kynbætur til framtíðar og í umræðu dagsins um loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisógnir sem geta haft veruleg áhrif á framleiðslu matvæla í landbúnaði verður þetta starf sífellt mikilvægara.

Erfðalindasetur

Birna Kristín Baldursdóttir umsjónar­maður Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands segir að Erfðalindasetur sé opin samstarfsvettvangur allra þeirra aðila sem með einum eða öðrum hætti tengjast varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. „Erfðalindasetur vinnur að ýmsum verkefnum fyrir erfðanefnd landbúnaðarins og hefur meðal annars umsjón með útgáfu landsáætlana um verndun og varðveislu erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði.“

Íslensk búfjárkyn sérstök

Birna segir að Landsáætlunin nái yfir nytjaplöntur, skóg, búfé og villta ferskvatnsfiska og að í öllum þessum flokkum séu tegundir og stofnar sem gæta þarf að.

„Á Íslandi eru það ekki síst íslensku búfjárkynin sem skapa sérstöðu landbúnaðar og þau séu því áberandi í áætluninni.“

Töluverður árangur

„Töluvert hefur áunnist frá því að síðasta áætlun var sett fram og ber þar hæst fjölgun íslenskra geita og aukin nýting afurða af geitum. Íslenska geitin er enn í útrýmingarhættu en hættan hefur minnkað og vonandi heldur sú þróun áfram.

Auk þess sem íslenskt forystufé hefur verið skilgreint sem sérstakt sauðfjárkyn sem er útrýmingarhættu. Þar er meðal annars unnið að eflingu skýrsluhalds sem er mikilvægt fyrir framtíð stofnsins. Erfðanefnd hefur einnig látið sig varða verndun villtra laxastofna í ám í ljósi aukningar á laxeldi í sjó.“

Grös og skógar

Þegar kemur að plöntum segir í áætluninni að vegna einangrunar hafi flóran sem þróaðist á Íslandi frá lokum ísaldar fram til landnáms verið mjög tegundafá.

„Plönturnar sem hingað bárust eftir það komu frá búskaparsvæðum og voru margar grastegundir og smárar og þoldu því betur nýtingu með slætti eða beit en þær tegundir sem voru fyrir.“

Birna segir að með aðild að NordGen hafi Ísland góðan aðgang að varðveislu fræplantna. „Á vegum NordGen hefur verið safnað fræi úr gömlum túnum á kerfisbundinn hátt og eru varðveittir erfðahópar sem eru ýmist skráðir sem yrki, landsstofnar, villtir eða hálfvilltir.

Skrásett hafa verið 50 gömul tún víðsvegar um landið þar sem fram koma sögulegar upplýsingar, ásamt gróðurfari, myndum og GPS hnitum. Líta má á þau sem menningarminjar og auk þess sem þangað mætti sækja efnivið til kynbóta. Söfnun fyrir NordGen hefur einkum beinst að þessum túnum. Gömlum túnum hefur farið fækkandi á undanförnum árum en til að viðhalda breytileika er mikilvægt að gömlum túnum sé í einhverjum mæli haldið við.

Hjá NordGen eru varðveittir 27 stofnar af melgresi sem safnað var hérlendis á undanförnum áratugum og þar eru einnig 13 stofnar af íslenskum gulrófum. Auk þess sem starfsmenn NordGen komu hingað til lands fyrir nokkrum árum í þeim tilgangi að safna krydd- og lækningajurtum.

Árið 1978 var yrkjum rabarbara safnað víða um land og valin úr sjö yrki sem ástæða þótti til að vernda. Enn fremur hefur verið unnið gagnlegt starf í rannsóknum og viðhaldi á íslenskum yrkjum garð- og landslagsplantna í verkefninu Yndisgróður sem er á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands.“

Ferskvatns fiskar

Birna segir að fiskar geta verið mjög viðkvæmir fyrir utanaðkomandi áhrifum, til dæmis athöfnum manna má þar nefna efnistöku í ám, ræsagerð vegna vegagerðar og stíflur sem geta leitt til hnignunar villtra stofna. „Töluverð uppbygging hefur verið í laxeldi í sjókvíum hér við land og hefur erfðanefnd landbúnaðarins lýst áhyggjum af þróun þeirra mála og hvatt til þess að menn fari sér hægar á meðan ekki liggur fyrir meiri þekking á hættu á erfðablöndun við villta stofna.“

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...