Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Norðmenn fluttu út 1 milljón tonna af eldisfiski fyrir 67,7 milljarða norskra króna á árinu 2017, eða sem samsvarar rúmum 870 milljörðum íslenskum.
Norðmenn fluttu út 1 milljón tonna af eldisfiski fyrir 67,7 milljarða norskra króna á árinu 2017, eða sem samsvarar rúmum 870 milljörðum íslenskum.
Fréttir 12. mars 2018

Enn eitt metárið í Noregi

Höfundur: Kjartan Stefánsson

Á síðasta ári var slegið met í útflutningi sjávarafurða frá Noregi. Útflutningurinn nam sem samsvarar rúmum 1,2 þúsund milljörðum íslenskra króna, sem er tæplega sex sinnum hærri upphæð en fékkst fyrir útfluttar sjávarafurðir og eldisfisk frá Íslandi á árinu.

Norðmenn eru mikil fiskveiðiþjóð og veiða þeir rúmlega tvöfalt meira en Íslendingar, eins og áður hefur verið vikið að í sjávarútvegspistli hér í Bændablaðinu. Munurinn á löndunum er þó ennþá meiri þegar kemur að útflutningi sjávarafurða. Skýrist það af því að Norðmenn eru stærsta laxeldisþjóð í heimi og þeir flokka afurðir fiskeldis með sjávarafurðum í útflutningstölum sínum.

Norðmenn reka gríðarlega öfluga sameiginlega sölustarfsemi fyrir sjávarútveg á mörkuðum erlendis á vegum opinbers félags, Norges sjømatråd (norska sjávarafurðaráðið), sem er fjármagnað með gjöldum á greinina sjálfa. Norges sjømatråd heldur utan um tölur um útflutning norskra sjávarafurða og á heimasíðu ráðsins er því slegið upp í ítarlegri samantekt að á árinu 2017 hafi verið sett enn eitt metið í útflutningsverðmæti. Þá voru flutt út 2,6 milljónir tonna af sjávarafurðum fyrir 94,5 milljarða norskra króna, sem samsvarar rúmum 1,2 þúsund milljörðum íslenskum. Þetta er um 3% aukning verðmæta og 7% aukning í magni frá metárinu 2016. Um 72% af þessum verðmætum koma frá fiskeldi, en 28% eru afurðir úr sjávarfangi. Sé litið á magntölur þá eru 40% útflutningsins eldisfiskur en 60% vegna veiða.
Norðmenn hafa reiknað út að útfluttar norskar sjávarafurðir dugi til að matreiða hvorki meira né minna en 36 milljónir máltíða hvern einasta dag allt árið um kring.

Tæplega sex sinnum  lægri útflutingstekjur

Ekki liggja fyrir endanlega opinberar tölur um útfluttar sjávarafurðir frá Íslandi árið 2017 en í bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruútflutning í fyrra kemur fram að tekjur af sjávarafurðum hafi verið 197 milljarðar króna. Það er um 15% samdráttur frá árinu 2016. Mestur samdráttur varð í útflutningi á frystum flökum og ferskum fiski. Þess má geta að sjávarafurðir eru um 38% alls vöruútflutnings frá Íslandi.

Hagstofan hefur ekki fiskeldi með í heildaryfirliti um útfluttar sjávarafurðir. Til að unnt sé að bera saman tölur frá Íslandi og Noregi er nauðsynlegt að taka fiskeldið með í reikninginn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Landssambandi fiskeldisstöðva má áætla að seld hafi verið rúm 20 þúsund tonn af íslenskum eldisfiski, aðallega laxi, fyrir um 15 milljarða á síðasta ári. Alinn fiskur og villt sjávarfang skila því væntanlega samanlagt um 212 milljörðum í útflutningstekjur sem er tæplega sex sinnum lægri upphæð en Norðmenn fá fyrir sinn útflutning.

Athygli vekur hvað eldisfiskur er farinn að vega þungt í útflutningi hér á landi og stefnir eldislaxinn óðfluga í að verða sá fiskur sem kemur næst á eftir þorskinum að verðmætum.

Eldisfiskur fyrir 870 milljarða

Víkjum aftur að Noregi en Norðmenn fluttu út nánar tiltekið 1 milljón tonna af eldisfiski fyrir 67,7 milljarða norskra króna á árinu 2017, eða sem samsvarar rúmum 870 milljörðum íslenskum. Útflutningurinn jókst um 2,3 milljarða norskra króna frá árinu 2016 en magnið er svipað.
Útfluttar fiskafurðir í fyrra (þ.e. hvítfiskur, uppsjávarfiskur og skel- og krabbadýr) námu 1,6 milljónum tonna að verðmæti 26,8 milljarðar norskra króna, eða um 345 milljarðar íslenskir. Þetta er 2,4% aukning í verðmætum en 12% aukning í magni.

Laxinn er að sjálfsögðu lang­mikil­vægasti fiskurinn í norskum sjávarútvegi og gefur um 68% af heildarverðmætum sjávarafurða. Þorskur kemur þar á eftir með tæp 10% verðmætanna og makríll er í þriðja sæti með 4,4%.

Hvítfiskur og uppsjávarfiskur

Norskur hvítfiskur gaf í heild um 15 milljarða norskra króna í úflutningstekjur, um 193 milljarða íslenska. Skipting eftir afurðaflokkum er þannig að frystar afurðir skiluðu 5,3 milljörðum norskum, þurrkaður saltfiskur (klippfisk) gaf rúma 4 milljarða, ferskar afurðir 3,4 milljarða og blautverkaður saltfiskur um 1,3 milljarða.

Uppsjávarfiskurinn skilaði 7,7 milljörðum norskra króna, rétt um 100 milljörðum íslenskum. Þar af gaf makríllinn rúma 4 milljarða og síld um 2,8 milljarða.

Mest til ESB

Norðmenn fóru mjög illa út úr innflutningsbanni Rússa á matvælum á sínum tíma en þeir hafa náð vopnum sínum og herja nú grimmt á aðra markaði. Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir eru í Evrópusambandslöndunum en þangað fóru afurðir fyrir 61 milljarð norskan, eða 786 milljarða íslenska.Til Asíu fóru sjávarafurðir fyrir 18,7 milljarða norska.


Pólland er það land sem kaupir mest af norskum sjávarafurðum en mestur vöxtur í útflutningi var til Bandaríkjanna.

Lágt hlutfall af unnum fiski

Norska sjávarafurðaráðið vekur sérstaka athygli á því í samantekt sinni hvað óunninn fiskur er hátt hlutfall af útfluttum sjávarafurðum. Árið 2017 var óunninn heill fiskur um 69% af öllum útflutningi sjávarafurða, jafnt hvítfiski, uppsjávarfiski og eldisfiski.

Þetta skiptist þannig að aðeins 17% af útfluttum eldislaxi eru unnin í Noregi en restin er seld sem heill lax, annaðhvort ferskur eða frystur. Þess má geta að frændur okkar Danir eru duglegir að kaupa heilan lax frá Noregi og vinna úr honum verðmæta útflutningsvöru.

Hærra hlutfall af villtum fiski er tekið til vinnslu ýmissa afurða heima fyrir í Noregi. Engu að síður er tæplega helmingur af þorskinum fluttur út sem heill fiskur, frosinn eða ferskur, svo dæmi sé tekið. Aðeins um 53% af þeim þorski sem Norðmenn veiða fara í vinnslu á sérstökum þorskafurðum svo sem saltfiski eða flökum.
 

Skylt efni: Noregur | Fiskveiðar

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.