Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Endurheimt votlendis hafin
Fréttir 8. apríl 2016

Endurheimt votlendis hafin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum. Landgræðslu ríkisins hefur verið falið að annast framkvæmdina í samræmi við tillögur samráðshóps um endurheimt votlendis.

Samráðshópurinn leggur til að unnið verði að endurheimt votlendis í samræmi við markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og Aichi markmið samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

Í frétt á vef Umhverfisráðuneytisins segir að haustið 2014 hafi umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðað til samráðs helstu hagsmuna- og fagaðila um mótun aðgerðaáætlunar til að endurheimta votlendi. Markmið starfsins var að kortleggja hvaða svæði koma til greina til endurheimtar án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt var markmiðið að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum t.d. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar.

Að vinnunni komu fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Fuglaverndar og Landgræðslu ríkisins.

Auk þess mælir samráðshópurinn með því að ráðherra feli Landgræðslu ríkisins umsjón með endurheimt votlendis, að fjármagn til framkvæmda verði tryggt og að verklag verði skilgreint. Landbúnaðarháskóli Íslands vinni áfram að því að undirbyggja betur þekkingu á framræslu og áhrifum endurheimtar á losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði  að unnt sé að taka endurheimt votlendis upp sem aðgerð innan Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.


Loks leggur samráðshópurinn til að framkvæmd og eftirfylgni laga sem varða vernd votlendis og framræslu verði efld. Starfshópurinn leggur áherslu á að skoða þurfi hvert endurheimtarverkefni fyrir sig, meta ávinning þess, áform viðkomandi landeiganda og hvort það samræmist öðrum áformum um landnotkun m.a. skipulagsáætlunum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...