Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ekki verði fluttar inn dýraafurðir sem stangast á við íslensk dýravelferðarlög
Fréttir 30. september 2015

Ekki verði fluttar inn dýraafurðir sem stangast á við íslensk dýravelferðarlög

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur sent áskorun til Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að setja reglugerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem eru framleiddar í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra.
 
„Það er afstaða Dýraverndar­sambandsins að marklaust sé að auka velferðarstig íslenskra húsdýra sem leggja okkur til afurðir, ef innflutningur afurða sömu dýra sem alin eru erlendis við lægra velferðarstig er óheftur,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður DÍS. 
 
 „Sérlega ógeðfelldar afurðir eru til dæmis foie gras-kæfa sem augljóslega er framleidd með hætti sem ekki yrði leyfður hér vegna dýraverndarsjónarmiða. Þetta er selt hér á landi. En jafnframt er hann meiri þáttur hinna vanalegu búfjárafurða sem fluttar eru inn og jafnframt framleiddar hér heima þar sem huga þarf að velferð dýra. Við teljum áríðandi að stuðla að góðum búskap þar sem bóndi býr að bústofni sínum, en sporna við þauleldi.“
 
Neytendur kynni sér velferð dýra sem nýtt eru til matar
 
„Jafnframt þessu teljum við áríðandi að neytendur kynni sér velferð þeirra dýra sem leggja til afurðir. Þar er annars vegar fyrrnefnt sjónarmið um innflutning og hins vegar vottun á dýraafurðum hér heima. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að undirbúningi velferðarvottunar búfjárafurða í íslenskum búskap.“
Áskorunin sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands sendi ráðherra er svohljóðandi:
 
„Á Íslandi hefur tíðkast að selja sem sælkeramat í verslunum og á veitingastöðum anda- og gæsalifrarkæfuna foie gras, sem framleidd er erlendis. Hefðbundin foie gras kæfa er framleidd með aðferð sem er andstæð dýravelferð og ljóst er að slík framleiðsla yrði ekki leyfð hér á landi. Fóður er þvingað með röri niður um háls fuglanna, með það að markmiði að framkalla ofvaxna lifur, svokallaða fitulifur. Þetta er ill meðferð á dýrum hvernig sem á það er litið. 
 
Við hvetjum ráðherra til að setja reglugerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem eru framleiddar í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra (nr. 55/2013). Heimild er til þess í 25. gr. laganna, um dreifingu og merkingu dýraafurða.
 
Stjórn DÍS telur óásættanlegt að heimilt sé að selja hér á landi afurðir sem byggja á illri meðferð dýra og einnig vörur sem framleiddar eru með minni dýravelferð en leyfð er hér á landi. 
 
Jafnframt hvetjum við neytendur til að sniðganga þessar vörur og benda söluaðilum á að þessi vara sé framleidd með óverjandi aðferðum. Við hvetjum einnig veitingahús og verslanir til að hætta sölu á foie gras.“

Skylt efni: dýravelferð

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...