Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu.
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu.
Mynd / Daníel Ingi Larsen
Fréttir 6. apríl 2017

Einstakt litaafbrigði í íslenska hrossastofninum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Bændablaðið fregnaði af því að á Íslandi væri nú til graðfoli sem kominn er á fjórða vetur og er með einstakan lit. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Baldur Eiðsson, eigandi folans, staðfestu að svo væri.
 
Folinn sem um ræðir heitir Ellert og er frá Baldurshaga. Hann er óvanalegur á lit, bleikálóttur, breið-blesóttur, með stórt og mikið vagl í báðum augum. Fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Litmynstrið á Ellerti er kallað ýruskjótt.
 
Gerð var sameindaerfðafræðileg rannsókn á Ellerti, og leiddi hún í ljós að hann ber glænýjan erfðaeiginleika sem kemur svona fram í litnum. 
 
„Enn sem komið er er Ellert eini hesturinn í gervallri veröld sem ber nákvæmlega þessar literfðir. En þó vitum við eitthvað um litinn, út frá sameindafræðilegum skyldleika við hóp þekktra literfða sem finna má í ýmsum erlendum hrossakynjum. Þessi hópur lita nefnist ríkjandi hvítt, og er þekktastur þannig að fullorðin hross eru oft alhvít, með bleika húð en dökk augu,“ segir Freyja Imsland. 
 
– Sjá nánar á bls. 23 í nýju Bændablaði.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...