Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur
Mynd / Vefsíða ruv.is
Fréttir 28. nóvember 2016

Eggjaframleiðandi sakaður um að blekkja neytendur

Höfundur: TB

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. sem hefur í áranna rás látið undir höfuð leggjast að bregðast við ítrekuðum athugasemdum Matvælastofnunar um reksturinn. Eigendur fyrirtækisins hafa ekki farið eftir reglum um fjölda hænsna á hvern fermeter og ekki sinnt úrbótum á aðbúnaði fyrr en eftir harðar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar sem meðal annars fólu í sér dagsektir og hótanir um vörslusviptingu.

Auk þess hafa Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsnanna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil.

Athygli vekur að mál Brúneggja ehf. rekur sögu sína allt að tíu ár aftur í tímann. Í Kastljósþættinum kom fram að úrræði Matvælastofnunar hafi ekki verið skilvirk og að auki hafi ráðuneyti landbúnaðarmála vitað um brotalamir í rekstri búa Brúneggja ehf. en lítið verið aðhafst.

Í þættinum voru málsaðilar teknir tali, m.a. forstjóri Matvælastofnunar, yfirdýralæknir og eigandi Brúneggja ehf.

Kastljósið hefur boðað frekari umfjöllun um málið á næstunni. 

Sjá umfjöllun á vef ruv.is

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...