Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Efling byggðar við Bakkaflóa
Fréttir 20. desember 2018

Efling byggðar við Bakkaflóa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur samgöngu- og sveitar­stjórn­ar­áðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa. Til­lögurnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að fjalla um málefni byggðarinnar. Í nefndinni sátu fulltrúar fimm ráðuneyta.

Í skýrslunni er lagt til að aflaheimildir til ráðstöfunar í Bakkafirði verði auknar, vegagerð um Brekknaheiði flýtt, byggðin tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir, samfélagssáttmáli gerður milli íbúa, sveitarstjórnar og ríkis og loks að starfsstöð í náttúrurannsóknum verði sett á fót í Bakkafirði.

Nefndin leggur til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til undirbúnings verkefna á Bakkaflóasvæðinu. Fjármunum verður varið til að styðja við ýmis uppbyggingarverkefni í tengslum við tillögur nefndarinnar.

Kostnaður vegna aflaheimilda og vegagerðar eru utan þessa kostnaðar. Fimm megintillögur eru lagðar fram í skýrslu nefndarinnar.
Auknar aflaheimildir

Lagt er til að 150 þorskígildistonnum verði að lágmarki bætt við aflaheimildir til ráðstöfunar í Bakkafirði og óskað eftir samstarfi um nýtingu þeirra. Jafnframt verði kannað hvort ná megi fram jákvæðari áhrifum á samfélagið með því að slá af kröfum um vinnsluskyldu á Bakkafirði fyrir þessar viðbótarheimildir, að minnsta kosti tímabundið.

Bundið slitlag á Langanesströnd

Tekið er undir áform Vegagerðarinnar og eindregið lagt til að lagning bundins slitlags á Langanesströnd hefjist á árinu 2019 og að verkinu ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verði hafist handa við vegagerð um Brekknaheiði sem er á samgönguáætlun.

Brothættar byggðir

Lagt er til að byggðin við Bakkaflóa verði tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir og verkefnisstjóri ráðinn til að stýra verkefninu. Nefndin leggur til að verkefnisstjóri verði í fullu starfi og hafi búsetu á Bakkafirði ef kostur er.

Samfélagssáttmáli um þjónustu og umhverfismál

Nefndin leggur til að gerður verði samfélagssáttmáli á milli sveitarstjórnar, íbúasamtaka og ríkis. Þar verði meðal annars lýst yfir vilja til að snúa við neikvæðri byggðaþróun og settar fram skuldbindingar hvers aðila fyrir sig. Í umræddum samfélagssáttmála mætti taka á ýmsum málum, svo sem átaki í að efla nærþjónustu og átaki í umhverfismálum.

Starfsstöð í náttúrurannsóknum

Loks er lagt til að skoðað verði að koma á fót starfsstöð í náttúrurannsóknum á Bakkafirði sem hefði það hlutverk að rannsaka lífríki Bakkaflóa, þar með talið lífríki Finnafjarðar og nágrennis. Um væri að ræða útibú frá annaðhvort Náttúrufræðistofnun Íslands eða Náttúrustofu Norðausturlands. 

Skylt efni: Bakkaflói | Byggðamál

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...