Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki fyrir fátæka.
Ekki fyrir fátæka.
Fréttir 22. október 2019

Dýrt að skoða drekaeðlur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Indónesíu hafa ákveðið að rukka hvern þann sem vill ferðast til Komodoeyjar og skoða drekaeðlur um rúmar 62 þúsund krónur. Hátt verð er meðal annars sett upp til að draga að ríka ferðamenn og draga úr fjölda ferðamanna til eyjarinnar.

Yfirvöld í Indónesíu hafa hætt við að loka fyrir aðgang ferðamanna á Komodo-eyju, sem er eitt af síðustu vígjum komodo-dreka í heimi en á íslensku kallast dýrið drekaeðla. Samkvæmt því sem umhverfisráðherra Indónesíu segir þá ógna ferðamenn ekki afkomu eyjanna.
Fyrr á þessu ári lýstu stjórnvöld í Indónesíu því yfir að ágangur ferðamanna væri farinn að hafa slæm áhrif

og jafnvel ógna afkomu drekaeðlna á Komodo-eyju, sem er vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja berja þessa tilkomumiklu og fornu skepnu augum. Drekaeðlan er stærsta eðlutegund í heimi og getur náð þriggja metra lengd og vegið um 70 kíló. Talið er að eftirlifandi fjöldi drekaeðlna í heiminum sé um 5.700.

Fyrir nokkrum árum tóku dreka­eðlur á eyjunni upp á því að ráðast á nærgöngula ferðamenn en tennur eðlnanna eru bæði stórar og beittar. Einnig segir að bit skepnunnar sé eitrað og það eitt að vera bráð­drepandi. Til stóð að loka hluta eyjunnar fyrir aðgangi ferðamanna í óákveðinn tíma frá og með næstu áramótum.

Hætt við að loka

Í nýrri yfirlýsingu stjórnvalda segir að afkomu dýranna sé ekki ógnað af ferðamönnum og að fjöldi dreka hafi haldist óbreyttur undanfarin ár þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna til eyjanna.

Samkvæmt opinberum skýrslu er fjöldi drekaeðlna á eyjunni 1727 en eyjan er á Heimsminjaskrá Unesco.
Í yfirlýsingunni um að hætt yrði við að loka fyrir aðgang ferðamanna að eyjunni segir að árið 2018 hefðu ríflega 176 þúsund ferðamenn heimsótt eyjuna til að sjá drekaeðluna í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Auk þess segir að hér eftir þurfi hver og einn sem vill sjá drekaeðlurnar á eyjunni þurfa að fá sérstakt leyfi og að leyfið komi til með að kosta 500 bandaríkjadali, eða rúmar 62 þúsund íslenskar krónur á mann.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...