Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Mynd / Mynd / skjáskot frá viðburðinum
Fréttir 22. febrúar 2017

DILL fær Michelin-stjörnu

Höfundur: smh
DILL Restaurant hlaut í morgun eina Michelin-stjörnu, sem er ein eftir­sóttasta viðurkenning í heimi veitingahúsareksturs. 
 
DILL er þar með fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem fær stjörnu, en Michelin veitir ýmist eina, tvær eða þrjár stjörnur. Sjaldgæft er að veittar séu þrjár stjörnur og einungis þeir sem státa af nánast óaðfinnanlegum veitingastöðum að mati Michelin hlotnast slíkur heiður. 
 
Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum, tók við viðurkenningunni í gærmorgun, þegar Michelin Nordic Guide-viðburðurinn var haldinn.  Hann sagðist af því tilefni vera stoltur og auðmjúkur – og að þetta væri afar mikilvægt fyrir allan veitingahúsarekstur á Íslandi. Þar kom líka fram að einungis fimm manns eru í matreiðsluteyminu á DILL Restaurant.
 
Þess má geta að Færeyingar fengu líka sína fyrstu Michelin-stjörnu þegar KOKS í Þórshöfn fékk eina stjörnu. 

Skylt efni: DILL Restaurant | Michelin

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...