Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dagurinn er tileinkaður matvælaöryggi
Fréttir 7. apríl 2015

Dagurinn er tileinkaður matvælaöryggi

Höfundur: smh

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. apríl og er dagurinn að þessu sinni tileinkaður matvælaöryggi og hefur stofnunin gefið út handhægar leiðbeiningar um meðhöndlun á mat til að stuðla að öruggari matvælum. Matvælastofnun vekur athygli á þessum degi á vef sínum þar sem frekari upplýsingar um þessi mál er að finna.

Matvæli sem innihalda skaðlegar örverur eða efni valda meira en 200 sjúkdómum allt frá niðurgangi að krabbameini og er áætlað að um 2 milljónir manna deyi af völdum óöruggra matvæla á ári hverju. Matvælastofnun vekur athygli neytenda á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um leiðir fyrir neytendur til að auka öryggi matvæla.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur haldið Alþjóðaheilbrigðisdaginn hátíðlegan árlega þann 7. apríl frá árinu 1950. Í hvert skipti er valið þýðingarmikið málefni til vitundarvakningar og er dagurinn í ár tileinkaður matvælaöryggi.

Hér eru fimm mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga við meðhöndlun matvæla:

1. Huga að hreinlæti

  • Þvoið hendur áður en matur er meðhöndlaður og oft á meðan á matreiðslu stendur
  • Þvoið hendur eftir að þið farið á salernið
  • Þvoið alla fleti sem matvæli koma til með að snerta á meðan á matreiðslu stendur
  • Haldið skordýrum og öðrum dýrum frá matreiðslusvæðum

2. Aðskilja eldaðan mat og hráan

  • Aðskiljið hrátt kjöt og hráan fisk frá öðrum mat
  • Notið sér eldhúsáhöld s.s. hnífa og skurðarbretti fyrir hrátt kjöt/hráan fisk
  • Geymið mat í umbúðum til að hrátt kjöt komist ekki í beina snertingu við tilbúin matvæli

3. Elda í gegn

  • Munið að elda mat í gegn, einkum kjöt, egg og sjávarfang
  • Látið matvæli eins og súpur og kássur ná suðu til að tryggja að þau nái 70°C
  • Verið viss um að vökvi úr kjöti sé glær en ekki bleikur
  • Hitið endurhitaðan mat vel

4. Geyma mat við rétt hitastig

  • Ekki skilja eldaðan mat eftir í stofuhita í meira en tvær klukkustundir
  • Kælið eldaðan mat eins fljótt og kostur er (helst <5°C)
  • Haldið elduðum mat heitum (>60°C) þar til hann er borinn á borð
  • Ekki geyma mat of lengi þó svo hann sé í ísskápnum
  • Ekki afþíða frosinn mat í stofuhita

5. Nota öruggt vatn og hráefni

  • Notið öruggt vatn
  • Veljið ferskar og heilbrigðar matvörur
  • Veljið matvæli sem unnin eru með matvælaöryggi í huga, s.s. gerilsneydda mjólk
  • Þvoið grænmeti og ávexti, einkum ef borða á hrátt
  • Forðist að borða útrunnar matvörur 

Skylt efni: Matvælaöryggi

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...