Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dagur jarðar
Fréttir 22. apríl 2015

Dagur jarðar

Höfundur: smh

Í dag er hinn árlegi alþjóðlegi Dagur jarðar haldinn hátíðlegur. 

Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar og er hann helgaður fræðslu um umhverfismál.  Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár jarðvegs undir einkunnarorðunum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarðvegsins í matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og við það að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Í tilefni af þessum degi efna Sprotamiðstöð Íslands, Vistræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslukvölds.

Þar verða flutt verða fjögur erindi; Eyvin Björkavag, vistræktarhönnuður, flytur erindið Vistræktarlausnir, Jóhann Þórisson, vistfræðingur, flytur erindið Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt, Viktoría Gilsdóttir, kennari, flytur erindið Ormamoltugerð í heimahúsum og Richard Nelson, uppfinningamaður, flytur erindið Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.

Viðburðurinn hefst kl. 19:30, í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 í Reykjavík, 1. hæð (gengið inn frá Ármúla).

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...