Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum í ár
Fréttir 31. janúar 2018

Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum í ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkjanna (USDA) telur að nokkur aukning verði í kjötframleiðslu þar í landi á árinu 2018, eða á bilinu 1,8 til 2,8%, en mismunandi eftir greinum. Greinilega er þó búist við eitthvað aukinni ásetningu í nautgriparækt og að minna verði því framleitt af kálfakjöti en á síðasta ári og að framboð þess minnki um 3%.
 
Landbúnaðarráðuneytið gerir einnig ráð fyrir að eggjaframleiðsla aukist um 1,8% á árinu, en það er heldur minni aukning en var á síðasta ári. Er það rakið til heldur versnandi afkomu. Þá er líka búist við hægt vaxandi framleiðslu á kjúklingakjöti en stöðugri afkomu í greininni. 
 
Útflutningur á nauta- og kálfakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2016 jókst verulega frá árinu 2015 og einnig á fyrri hluta árs 2017. Er það vegna aukinnar eftirspurnar og ekki síður vegna lækkandi kjötverðs í Bandaríkjunum og lækkandi gengi dollars. 
 
Að sama skapi dró verulega úr innflutningi nautakjöts til Bandaríkjanna. Búist er við að lokatölur á innflutningi nauta- og kálfakjöts á árinu 2017 verði ríflega 1,2 milljónir tonna. Þá er búist við lítils háttar aukningu á innflutningi nautakjöts á árinu 2018 og að hann fari í tæplega 1,3 milljónir tonna.
 
Innflutningur á nautgripum á fæti er talinn aukast á árinu 2018 að mati USDA eftir samdrátt á síðasta ári. 
Spá USDA fyrir mjólkur­framleiðsluna er að 2,4% aukning verði í þeirri grein og að framleidd verði nær 100 milljónir tonna á árinu 2018. 
 
Varðandi svínaræktina er gert ráð fyrir að afkastageta sláturhúsa á kornbelti Bandaríkjanna aukist á síðari hluta ársins. Búist er við að kjötframleiðslan í greininni aukist um 3,3% og fari í 26,9 milljarða punda, eða í ríflega 12 milljónir tonna. Aukið kjötframboð hefur leitt til lækkunar á afurðaverði og er nú m.a. spáð um 3% lækkun á galtakjötsverði. Auknu framboði og lækkandi verði hafa bændur reynt að mæta með auknum útflutningi. Þannig jókst útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum um 17% á fyrsta ársfjórðungi 2017. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...