Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi
Fréttir 24. nóvember 2014

Bólusetning gegn garnaveiki í Héraðshólfi

Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 5. nóvember s.l. var  garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Héraðshólfi þann 3. nóvember. Í kjölfarið tók héraðsdýralæknir sýni á öðrum bæ í hólfinu og greindist garnaveiki einnig á honum.

Í frétt Matvælastofnunar frá því 21. nóvember kemur fram að héraðsdýralæknir hafi þann 19. nóvember haldið fund með  bændum á svæðinu á miðvikudagskvöld þar sem greint hafi verið frá því að Matvælastofnun hyggðist mæla með að skylt yrði að bólusetja allt fé í Héraðshólfi, til að verja það gegn veikinni og hindra útbreiðslu hennar.

Í frétt Matvælastofnunar segir ennfremur: „Talið er líklegt að garnaveikin sé til staðar á fleiri bæjum í hólfinu. Ekki er mögulegt að ganga fullkomlega úr skugga um það þar sem næmi þeirra blóðprófa sem hægt er að gera á lifandi dýrum er lágt, sem þýðir að þótt niðurstöður þeirra séu neikvæðar er ekki útilokað að garnaveiki sé til staðar. Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og sendi sýni til rannsóknar á Tilraunastöðina á Keldum, úr kindum sem drepast eða er lógað vegna vanþrifa.

Bólusetning er góð leið til að koma í veg fyrir nýsmit og hindra útbreiðslu garnaveikinnar. Matvælastofnun mun mæla með því við atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið að Héraðshólfi verði bætt á lista í viðauka I með reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni, nr. 911/2011, þar sem tilgreind eru þau svæði á landinu þar sem skylt er að bólusetja öll ásetningslömb. Bændum er þó heimilt að hefja bólusetningu nú þegar.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...