Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Fréttir 2. maí 2017

Bolti besta nautið fætt 2009

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bolti 09021 frá Birtingarholti í Hrunamannahreppi hlaut nafnbótina: „Besta naut fætt árið 2009“ en um það var tilkynnt á aðalfundi Landssambands kúabænda á Akureyri nýlega. 
 
Ræktendur Bolta eru þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir og Sigurður Ágústsson. Faðir Bolta er Spotti 01028 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir hans er Skinna 192, móðurfaðir er Snotri 01027 frá Selalæk á Rangárvöllum. 
 
Í umsögn um dætur Bolta segir að þær séu afburðakýr og hlutföll verðefna í mjólk í meðallagi, þær eru sérlega stórar og háfættar með mikla boldýpt og útlögur en yfirlínan fremur veik, malir sérlega breiðar, hallandi og flatar. Fótstaða þeirra er ákaflega sterk og góð, júgurgerð þeirra úrvalsgóð, vel löguð og sérlega vel borin með mikla festu og sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru hæfilega stuttir og grannir og vel settir. Dætur Bolta eru góðar í mjöltum og skapið í meðallagi. 

Skylt efni: besta nautið

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...