Mynd/HKr. Frá síðasta aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 30. mars síðastliðinn, þegar Oddný Steina Valsdóttir var kjörin formaður samtakanna.
Fréttir 17. ágúst 2017

Boðað til auka aðalfundar hjá Landssamtökum sauðfjárbænda

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur sent út fundarboð um auka aðalfund í samtökunum sem haldinn verður 25. ágúst næstkomandi á Hótel Sögu.

Í fundarboðinu kemur fram að farið verði yfir tillögur að aðgerðum vegna erfiðrar stöðu í sauðfjárrækt.
 
„Mikilvægt er að senda inn við fyrsta tækifæri hvort boða þurfi varamenn ykkar fulltrúa, en fulltrúar aðalfundar 2017 teljast fulltrúar á auka aðalfundinum. Upplýsingar um þetta skulu sendar á netfangið: unnsteinn@bondi.is.
 
Búið er að taka frá þau herbergi sem eru laus á hótelinu. Fulltrúar þurfa sjálfir að sjá um að bóka gistingu. Í ljósi þess að fyrirvari fundarins er mjög stuttur er afar
takmarkað framboð af herbergjum,“ segir í fundarboðinu.
 
Fundurinn verður settur kl. 13:00 og lýkur með sameiginlegum kvöldverði klukkan 18:30. Nánari dagskrá verður send út síðar.