Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá síðasta aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 30. mars síðastliðinn, þegar Oddný Steina Valsdóttir var kjörin formaður samtakanna.
Frá síðasta aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 30. mars síðastliðinn, þegar Oddný Steina Valsdóttir var kjörin formaður samtakanna.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. ágúst 2017

Boðað til auka aðalfundar hjá Landssamtökum sauðfjárbænda

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur sent út fundarboð um auka aðalfund í samtökunum sem haldinn verður 25. ágúst næstkomandi á Hótel Sögu.

Í fundarboðinu kemur fram að farið verði yfir tillögur að aðgerðum vegna erfiðrar stöðu í sauðfjárrækt.
 
„Mikilvægt er að senda inn við fyrsta tækifæri hvort boða þurfi varamenn ykkar fulltrúa, en fulltrúar aðalfundar 2017 teljast fulltrúar á auka aðalfundinum. Upplýsingar um þetta skulu sendar á netfangið: unnsteinn@bondi.is.
 
Búið er að taka frá þau herbergi sem eru laus á hótelinu. Fulltrúar þurfa sjálfir að sjá um að bóka gistingu. Í ljósi þess að fyrirvari fundarins er mjög stuttur er afar
takmarkað framboð af herbergjum,“ segir í fundarboðinu.
 
Fundurinn verður settur kl. 13:00 og lýkur með sameiginlegum kvöldverði klukkan 18:30. Nánari dagskrá verður send út síðar.
 
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...