Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Blábankinn á Þingeyri hlaut Landstólpann að þessu sinni, frá vinstri Eva Pandora, Arnhildur Lilý og Andri Þór
Blábankinn á Þingeyri hlaut Landstólpann að þessu sinni, frá vinstri Eva Pandora, Arnhildur Lilý og Andri Þór
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Blábankinn hlaut Landstólpann

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Blábankinn á Þingeyri hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann, en alls bárust 12 tilnefningar vegnar viðurkenningarinnar og komu þær víðs vegar að af landinu. Landstólpinn var afhentur á ársfundi Byggðastofnunar og er þetta í níunda sinn sem viðurkenningin er veitt.

Blábankinn rekur öfluga ímyndarherferð sem leggur áherslu annars vegar á fjölbreytni og gildi mannlífs og náttúru Dýrafjarðar og hins vegar á möguleika og framtíð staðarins. Blábankinn er sameiningartákn og hreyfiafl í samfélaginu. Fjöldi viðburða og funda er haldinn innan veggja hans í hverjum mánuði en bæði heimaog aðkomufólk nýta sér aðstöðuna sem vinnurými, sköpunarrými, samfélagsmiðstöð og margt fleira.

Hefur áhrif á atvinnumynstrið

Þegar Blábankinn var stofnaður haustið 2017 voru um 80 störf á Þingeyri, en ekkert þeirra dæmigert skrifstofustarf. Nú vinna að jafnaði 3–6 aðilar hverju sinni innan veggja Blábankans, bæði tímabundið og til frambúðar, í skapandi greinum, stjórnsýslu og frumkvöðlastarfi. Á fyrstu 12 mánuðum starfseminnar dvöldu í Blábankanum 70 skapandi einstaklingar og unnu samtals 900 vinnudaga, m.a. gegnum nýsköpunarhraðal og vinnustofur. Þessir einstaklingar taka jafnan virkan þátt í því samfélagi sem fyrir er og hefur Blábankinn því á tiltölulega skömmum tíma og með lítilli fjárfestingu haft töluverð áhrif á atvinnumynstur staðarins.

Viðurkenningargripurinn í ár er listmunur úr rekavið af Skaga, sem er nesið á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, hannaður og útskorinn af Erlendi Magnússyni, listamanni á Skagaströnd, en hann er m.a. þekktur fyrir skúlptúr úr stuðlabergi úr Spákonufelli. 

Skylt efni: Blábankinn | Landstólpinn

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...