Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Beyki í Hellisgerði Tré a´rsins 2017.
Beyki í Hellisgerði Tré a´rsins 2017.
Fréttir 27. júlí 2017

Beyki í Hellisgerði tré ársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnir beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017.

Í Hellisgerði má finna fjögur beykitré, sem gróðursett voru fyrir 90 árum, þá einhverra ára gömul, svo Tré ársins 2017 getur verið hátt í hundrað ára gamalt.
Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins.

Beyki er algengt skógartré í Evrópu og hefur viður þess verið nýttur á marga vegu, meðal annars til húsa- og húsgagnagerðar og í ýmsan húsbúnað en einnig þykir beyki góður eldiviður. Beyki þarf hlýtt og langt sumar og vex því almennt takmarkað á Íslandi, en er þó lífseigt og getur lifað lengi sem lítið tré eða runni.

Tilgangurinn með útnefningu á Tré ársins er að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

Það er Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, sem útnefnir beyki í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. 

 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...