Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Fréttir 6. apríl 2018

BASF kaupir matjurtafræja- og efnaframleiðsludeild Bayer

Höfundur: Vilmundur Hansen
BASF, sem er þriðja stærsta fyrirtæki í heimi, þegar kemur að erfðabreytingu og framleiðslu á efnum sem notuð eru til matvælaframleiðslu, eykur hlut sinn í sölu matjurtafræja. 
 
BASF hefur fest kaup á matjurtafræja- og efna­framleiðsludeild Bayer, sem er í hópi fimm stærstu fyrirtækja í heimi í framleiðslu og sölu á matjurtafræjum og efnum sem notuð eru í landbúnaði. Frædeild Bayer, sem kallast Numhems, starfar við framleiðslu og sölu á matjurtafræjum á alþjóðamarkaði og er metin á 1,85 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 184 milljörðum íslenskra króna. BASF hefur áður yfirtekið annars konar fræframleiðslu Bayer. 
 
Sagt er að BASF hafi greitt sjö milljarða Bandaríkjadala, tæpa 700 milljarða íslenska, í reiðufé fyrir matjurtafræjahluta- og landbúnaðarefnaframleiðslu Bayer. 
 
Með kaupunum fylgja meðal annars fræ yrki kálplantna sem seld eru í Bandaríkjunum og Evrópu og mikið notuð til framleiðslu á kanólaolíu, fræ plantna til bómullarframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu og soja í Bandaríkjunum. 
 
Ástæða sölunnar er kaup Bayer á efnaframleiðslu- og fræsölufyrirtækinu Monsanto. Kaupverð Monsanto er 63,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 6.337 milljarðar íslenskra króna. 
 
Þess má geta í þessu sambandi að ekki er langt síðan DowDuPont og ChemChina yfirtóku Syngenta. Allt eru þetta ríkjandi fyrirtæki á markaði sem framleiða og selja fræ og efni til matvælaframleiðslu, auk þess sem þau eru ríkjandi þegar kemur að rannsóknum og sölu á erfðabreytum fræjum.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...