Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Barnaþrælkun við námugröft
Fréttir 18. febrúar 2016

Barnaþrælkun við námugröft

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast vera búin að rekja uppruna kóbalts sem notað er í rafhlöður sem aftur eru meðal annars notaðar í tölvur og farsíma til náma í Afríkuríkinu Kongó þar sem sjö ára börn vinna við námugröft.

Samkvæmt Amnesty þræla allt niður í sjö ára börn tólf tíma á dag við lífshættulegar aðstæður í námum í Kongó þar sem unnið er kóbalt sem fyrirtæki eins og Apple, Microsoft og Vodafone nota við framleiðslu á tölvum, farsímum og fjarskiptabúnaði. Ríflega helmingur af öllu kóbalti á markaði í heiminum kemur frá Kongó.

Tölvu- og fjarskiptafyrirtæki helstu kaupendur kóbalts

Í skýrslu Amnesty um málið segir að kóbaltið úr umræddum námum sé aðallega að finna í lithiun-batteríum sem seld eru til margra fjölþjóðlegra tölvu- og fjarskiptafyrirtækja.

Laun þeirra, barna og fullorðinna, sem vinna við námugröftinn eru sögð vera einn til tveir bandaríkjadalir á dag eða um 130 til 260 krónur íslenskar og því í raun um þrældóm að ræða. Aðstæður starfsfólks eru sagðar fyrir neðan allar hellur og hreinlætis- og svefnaðstæður ekki fólki bjóðandi. Í skýrslunni segir einnig að fólk sé kúgað af öryggisvörðum til að láta af hendi þau litlu laun sem það fær.

Starfsfólk þarf að skila tilskildu magni af kóbalti eða vinnu á dag og standi það sig ekki er það beitt ofbeldi og barið reyni það að kvarta.

40 þúsund börn í Kongó þræla í námum

Samkvæmt skýrslu Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá 2102, starfa um 40 þúsund börn við námuvinnslu í Kongó og um 20% af þeim i kóbaltnámum.

Vinnustundir barnanna er að lágmarki tólf klukkustundir á dag án hlífðarbúnaðar og viðunandi heilsugæslu.

Stærsta kóbaltnáma í Kongó er í eigu og rekið af kínverska námufyrirtækinu Zhejiang Huayou Cobalt Ltd. Í skýrslu Amnesty er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að honum sé ekki kunnugt um að börn séu við störf í námum þess.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...