Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur leggja drög að nýju félagskerfi
Fréttir 28. febrúar 2020

Bændur leggja drög að nýju félagskerfi

Höfundur: Ritstjórn

Tillaga að heildarendurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins liggur fyrir Búnaðarþingi 2020. Meginmarkmiðið er að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. Að auki á að finna leiðir til að fjármagna rannsóknir til að stuðla að framþróun og aukinni fagmennsku í landbúnaði. Tillöguna ásamt greinargerð er hægt að sjá hér.

Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ og fyrrum formaður Búnaðarsambands Suðurlands og Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og fyrrum framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, ræða málið í hlaðvarpi Bændasamtakanna sem vistað er undir merkjum Hlöðunnar. Þau hafa starfað með þriggja manna starfshópi bænda og teiknað upp tillögu að nýju félagskerfi. Hvað þýða breytingarnar fyrir bændur og hvað er það sem kallar á endurskoðun á félagskerfinu?

Í þættinum er m.a. rætt um fjárhagshliðina og þá hugmynd að búa til ný Samtök landbúnaðarins að danskri fyrirmynd.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir í spilara frá SoundCloud. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...