Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur leggja drög að nýju félagskerfi
Fréttir 28. febrúar 2020

Bændur leggja drög að nýju félagskerfi

Höfundur: Ritstjórn

Tillaga að heildarendurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins liggur fyrir Búnaðarþingi 2020. Meginmarkmiðið er að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. Að auki á að finna leiðir til að fjármagna rannsóknir til að stuðla að framþróun og aukinni fagmennsku í landbúnaði. Tillöguna ásamt greinargerð er hægt að sjá hér.

Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ og fyrrum formaður Búnaðarsambands Suðurlands og Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og fyrrum framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, ræða málið í hlaðvarpi Bændasamtakanna sem vistað er undir merkjum Hlöðunnar. Þau hafa starfað með þriggja manna starfshópi bænda og teiknað upp tillögu að nýju félagskerfi. Hvað þýða breytingarnar fyrir bændur og hvað er það sem kallar á endurskoðun á félagskerfinu?

Í þættinum er m.a. rætt um fjárhagshliðina og þá hugmynd að búa til ný Samtök landbúnaðarins að danskri fyrirmynd.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir í spilara frá SoundCloud. 

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...