Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rúllupylsugerðin á Gilsárstekk er í þróun.
Rúllupylsugerðin á Gilsárstekk er í þróun.
Mynd / Gilsárstekkur
Fréttir 6. desember 2016

Bændur í Breiðdal vinna að vöruþróun

Höfundur: smh
Ábúendur á bæjunum Gilsár­stekk og Hlíðarenda í Breiðdal hafa tekið höndum saman og stofnað félag sem ber heitið Breiðdalsbiti og hyggjast markaðssetja sauðfjárafurðir sínar undir því.
 
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Byggðastofnun, í gegnum verkefnið Brothættar byggðir og bændurnir hafa einnig átt samstarf við Matís varðandi ráðgjöf og vöruþróun.
 
Aðalmarkmið þeirra er að framleiða lítið magn sem er unnið með mikilli alúð, virðingu og ást á kindunum sem þau fá afurðirnar af. Þá verður mikil áhersla lögð á hreinleika og heilnæmi varanna.
 
Búin eru ekki mjög stór og aðeins sauðfjárbúskapur á þeim og því þörf á meiri tekjum með búskapnum. Enda hafa allir ábúendur sótt vinnu utan þeirra. 
 
Stefnt er að því að fullvinna kjötafurðir bændanna í vinnslu­aðstöðu hjá Svavari Pétri Eysteinssyni og Berglindi Häsler, bændum og smáframleiðendunum á Karlsstöðum í Berufirði. Þau hafa innréttað gamalt fjós undir starfsemi sína. 
 
Vöruþróun í fullum gangi
 
 Guðný Harðardóttir.
„Það er vöruþróun í fullum gangi núna,“ segir Guðný Harðardóttir á Gilsárstekk. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með rúllupylsur og kæfu hér heima á bænum og hér eru smakkfundir næstum vikulega, en við reiknum ekki með að fara á fullt með þetta fyrr en eftir áramót þegar ég verð búin að eiga barnið sem ég geng með núna. Þá förum við inn í vinnsluna á Karlsstöðum og  förum í kæfugerð og gerum tilraunir með meiri vöruþróun. Svo ætlum við að vera með grillsteikur í sumar. Gamla fjósið á Karlsstöðum er mjög stórt og rúmar okkur auðveldlega líka. Svo skiptumst við bara á um að nýta aðstöðuna þannig að þetta mun virka eins og matarsmiðja.
 
Við ætlum með fyrstu vörurnar á matarmarkaðinn í Hörpu um mánaðamótin febrúar – mars, til að kynna þær og okkur, en hugmyndin er að markaðssetja Breiðdalsbita sem handverk sem sé staðbundið úr Breiðdalnum. Við finnum hér að uppruninn skiptir miklu máli fyrir neytendur og ekki síst ferðamenn. Þetta er þriðji veturinn minn hérna og ég finn fyrir mikilli aukningu ferðamanna hérna um svæðið. Það hefur auðvitað verið einn aðalhvatinn fyrir því að við fórum af stað, en líka finnum við sterkt fyrir því frá ferðaþjónustuaðilum hér – og uppi á Héraði – að það er kallað mjög ákveðið eftir staðbundinni vöru, ferðamaðurinn vill upplifa svæðið í gegnum öll skynfærin,“ segir Guðný. 
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...