Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka
Fréttir 18. ágúst 2015

Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka

Forsvarsmenn Bændasamtakanna voru ósáttir við ummæli forstjóra Haga, Finns Árnasonar, sem hélt því fram í blaðagrein í Frétta­blaðinu þann 4. ágúst sl. að Bændasamtökin fengju 500 milljónir króna í opinbera styrki til hagsmunabaráttu. Í tilkynningu sem birt var á vef sam­takanna sagði að þessi fullyrðing forstjórans væri röng. 
 
Bentu samtökin á að í fjárlög­um 2015 væri liður sem héti „Búnaðar­lagasamningur“. Fjármunirnir sem þar um ræðir renna meðal annars til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs (sem er þróunar- og nýsköpunarsjóður landbúnaðarins) búfjárræktarstarfs og fleira sem er óskylt rekstri hagsmunabaráttu bænda.
 
Bænda­sam­tök­in eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna bún­aðar­lagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnað­ar­lagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 
 
Í tilkynningu frá BÍ var bent á það að hagsmunabarátta samtaka bænda væri rekin fyrir tekjur af búnaðargjaldi sem bændur greiða sjálfir.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...