Fréttir 10. febrúar 2020

Bændasamtök Íslands styðja hamprækt

Vilmundur Hansen

Formaður Bændasamtaka Íslands hefur kynnt bændum að Gautavík í Berufirði að samtökin styðji ræktun á iðnaðarhampi.

Lyfjastofnun telur ræktunina falla undir lög um ávana-og fíkniefni og sé því óheimiluð.

Stjórn Bændasamtakanna styður að þessi ræktun verði heimiluð samkvæmt lögum enda sé hér um framleiðslu á iðnaðartrefjum að ræða sem er heimiluð í nágrannalöndum okkar. 

Eðlilegt er að íslensk löggjöf taki mið af því.

Erlent