Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eyþór Eðvarðsson, frá hópnum Par­ís 1,5, Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins og Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á mbl.is.
Eyþór Eðvarðsson, frá hópnum Par­ís 1,5, Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins og Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á mbl.is.
Mynd / Eggert/mbl.is
Fréttir 21. október 2016

Bændablaðið og Morgunblaðið verðlaunuð fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Höfundur: smh

Í úttekt sem Creditinfo gerði fyrir hópinn París 1,5, á umfjöllun fjölmiðla um loftslagsmál, kemur fram að hlutfall frétta Bændablaðsins um þau mál er hæst þegar fjölmiðlaefni þessa árs er skoðað. Morgunblaðið hefur hins vegar birt flestar fréttir um loftslagsmálin eða samtals 120.

Úttektin náði til aðalfréttatíma sjónvarps og útvarps, stærri dag- og vikublaða og stærstu netmiðla. Hlutfalla frétta um loftslagsmál í Bændablaðinu var 3,2 prósent. Á tímabilinu voru alls 197.743 fréttir vaktaðar í úttekt Creditinfo og fjölluðu 823 af þeim um  þessi málefni eða 0,42 prósent.

París 1,5 er baráttuhópur um að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C, og heitir eftir ráðstefnu sem haldin var í París í desember 2015. Þá gerðu þjóðir heims sögulegan sáttmála um að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum með það að markmiði að meðalhitahækkun jarðar fari ekki yfir 1.5°C og haldist innan við 2°C miðað við hitann á jörðinni fyrir iðnvæðingu. Hitastigshækkunin er nú talin vera 0,87°C.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...