Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Austfirðir á topplista The Guardian
Fréttir 9. febrúar 2016

Austfirðir á topplista The Guardian

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Austurland er á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir áhugaverðustu áfangastaðina árið 2016. Í umsögn blaðsins er mælt sérstaklega með gönguferðum um svæðið. Þetta kemur fram á vefmiðlinum austurfrett.
 
Fram kemur að blaðið bendi á að kjörið sé að fara í bílferðir niður á firði, til dæmis til Seyðisfjarðar sem sé góð miðstöð fyrir gönguferðir að sumri til. Aðrir skemmtilegir göngukostir upp til fjalla séu á Snæfell eða um Hafrahvammagljúfur.
 
Fyrir þá sem hafa áhuga á menningu er mælt með heimsókn í Gunnarshús á Skriðuklaustri og þar skammt frá sé stutt í hestaleigu og umhverfi sem skarti gæsum, hreindýrum og heimskautaref.
 
Beint flug kemur Austurlandi inn á listann
 
Það er flug ferðaskrifstofunnar Discover the World í Egilsstaði sem kemur Austurlandi á listann. Í umsögn blaðsins segir meðal annars að Ísland verðskuldi vinsældir sínar en ferðirnar séu nær allar í gegnum Reykjavík. Nýja flugið gefi gestum kost á að fljúga beint í fjarlægari og ósnortnari hluta landsins.
Áður hefur Austurland verið á topplistum Daily Telegraph og London Evening Standard auk þess sem ítarleg grein er um svæðið í nýjasta hefti ferðaritsins Wanderlust. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...