Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum
Fréttir 14. febrúar 2018

Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum 2017 hefur hann aukist mikið á milli áranna 2016 og 2017. 

Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári voru birtar tölur um innflutninginn eins og þær stóðu í nóvember. Samkvæmt nýjustu tölum, þar sem allt árið 2017 er komið inn, má sjá að talsverð aukning hefur verið á síðasta hluta ársins. Þá var hlutfallsaukningin á innflutningi nautakjöts í desember milli áranna 2016 og 2017 komin í 134%, en var 128% í nóvember miðað við nóvember 2016. 

Svínakjötsinnflutningurinn hefur aukist enn meira, eða um 140% og kalkúnakjötsinnflutningurinn um 198%. Innflutningur á kjúklingakjöti hefur aftur á móti ekki aukist eins mikið, en samt um 116% miðað við fyrra ár. Þá hefur innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti aukist um 126% milli ára. 

Meira en tvöföldun í unnum kjötvörum

Langmest innflutningsaukningin í kjötvörunum er þó á pylsum og unnum kjötvörum. Þar hefur innflutningurinn meira en tvöfaldast og nemur aukningin 217% milli ára. 

Mjólkurvöruinnflutningur þrefaldast

Innflutningur á mjólk mjólkur- og undanrennudufti og rjóma sker sig úr í þessum tölum Hagstofunnar. Þar hefur innflutningurinn meira en þrefaldast og var aukningin  301% á milli áranna 2016 og 2017. Hefur greinilega orðið töluverð aukning á þessum vörum í desember, því að í nóvember var aukningin á milli ára „aðeins“ 279%.

Af mjólkurvörunum er síðan töluverð aukning á ostainnflutningi. Nam aukningin þar á milli ára 156%.  

Í grænmetinu er mesta aukning í tómatainnflutningi, eða um 123%, og í sveppum 122%. Innflutningur á paprikum hefur ekki aukist stórkostlega milli ára en þó um 106%. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...