Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Fréttir 16. júlí 2019

Aukin sala á hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristinsson

Í maímánuði síðastliðnum seldust tæp 25,6 tonn af hrossakjöti frá afurðastöðvum samkvæmt tölum Búnaðarstofu Mast. Það er 68,5% aukning í sölu miðað við maí 2018.

Salan á hrossakjöti í maí sl. nam rétt tæplega 25,6 tonnum sem er 68,5% aukning milli ára. Var ársfjórðungssalan þá orðin rétt tæp 109 tonn sem er hvorki meira né minna en rúm tvöföldun á milli ára og nemur aukningin 101,6%. Miðað við heilt ár þýðir það 11% aukningu í sölu á hrossakjöti. Árssalan á hrossakjöti er um 692 tonn. 

Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%. Virðast sölutölur á þessu ári benda til vaxandi áhuga á hrossakjöti. Undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að fá hrossakjöt í íslenskum verslunum, nema þá helst saltað eða reykt. Margir virðast hins vegar vera að uppgötva gæði þessa kjöts, ekki síst folaldakjöts sem þykir sérlega gott á grillið.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...