Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Auka þarf nýliðun í sauðfjárrækt
Fréttir 20. nóvember 2015

Auka þarf nýliðun í sauðfjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings. Skýrsluhöfundar segja meðal annars að vöxtur og viðgengi sauðfjárræktar í landinu sé háð því að eðlileg nýliðun eigi sér stað.

„Bæði þannig að það komi einhverjir í stað þeirra sem hætta og eins hitt að aðrir rekstraraðilar komi í stað þeirra sem staðnað hafa og dugmeiri einstaklingar komi inn með nýja þekkingu svo framleiðni aukist til samræmis við það sem gerist á þeim svæðum og í löndum sem keppt er við.

Í seinna tilvikinu ætti ársverkum í greininni að fækka ef heildarframleiðslumagn atvinnugreinarinnar er ekki að aukast og því mögulegt að nettónýliðun verði neikvæð, jafnvel þótt heildarframleiðslumagn atvinnugreinarinnar sé ekki að dragast saman og því bara teikn um að um aukna framleiðni sé að ræða.“

Skýrslan  er unnin fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í tengslum við undirbúning endurnýjunar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárframleiðslu.

Samlegðaráhrif

Samhliða er bent á að nábýli við aðra bændur í sömu grein skapi samlegðaráhrif og að ýmis störf eins og smölun og jafnvel heyskap vinnist betur og að minni hætta sé á félagslegri einangrun og að það auki öryggi að búa í nábýli.

„Á vissan hátt má líka segja að ferðaþjónusta á fáförnum landsvæðum þrífist ekki nema að viðkomandi fjölskylda byggi afkomu sína á öðru líka og því mikilvægt að byggðin verði ekki of gisin til þess að hægt sé að bjóða ferðamönnum aðgengi að sem flestum náttúruperlum landsins til þess að dreifa álagi og átroðningi landfræðilega.“

Nýliðun meiri fjær höfuðborginni

Niðurstaða skýrsluhöfunda varðandi nýliðun í sauðfjárbúskap á landinu er að hún er meiri eftir því sem fjær dregur höfuðborginni. Líkleg ástæða þess er sögð sú að jarðir séu dýrastar í nágrenni höfuðborgarinnar.

Brottfall meira hjá ungu fólki

Á óvart kemur að brotthvarf er meira hjá þeim sem ungir eru en hjá þeim sem eru á miðjum aldri.

„Það getur tengst kynslóðaskiptum í bændastétt og því að bændur sitji lengi á jörðum sínum.“ Slíkt getur tengst því að nýliðar þurfa að skuldsetja sig mikið og færð eru rök fyrir því seinna í skýrslunni að yngra fólk sé líklegra til að fá lakari lánskjör en þeir sem eldri eru.

„Ungir bændur eru því líklegri til að hrökklast úr greininni vegna of mikillar skuldabyrði en þeir sem eldri eru."

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...