Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ
Fréttir 20. júlí 2017

Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ákveðið að auglýsa rektorsstöðu við skólann að nýju þar sem ekki hefur enn tekist að ráða eftirmann Björns Þorsteinssonar.
 
Skólinn auglýsti stöðu rektors lausa í vor og sóttu sex einstaklingar um. Háskólaráð fól þriggja manna valnefnd að fara yfir umsóknir og meta hæfi þeirra til starfans. Nefndin skilaði af sér niðurstöðum í júní. Háskólaráð valdi aðeins einn umsækjanda til frekara viðtals, Hermund Sigmundsson, prófessor hjá NTU. 
 
Samkvæmt tilkynningu frá Háskólaráði kom hins vegar í ljós í nánari viðræðum við Hermund að hann gat ekki komið til starfa innan viðunandi tímamarka að mati ráðsins. Ráðningartími var áætlaður frá 1. ágúst.
 
Háskólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju samkvæmt tilkynningu. Jafnframt mun það vera að leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með settum rektor. 
 
Núverandi rektor, Björn Þorsteinsson, óskaði eftir lausn frá starfinu af persónulegum ástæðum. Hann hefur gegnt rektorsstöðu frá 1. ágúst 2014. Björn er einnig formaður háskólaráðs.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...