Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2015

Atli Erlendsson er Matreiðslumaður ársins

Höfundur: smh

Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu, bar sigur út býtum í úrslitakeppninni um nafnbótina Matreiðslumaður ársins sem fór fram í Hörpu í gær, en þetta er í 20. skiptið sem hún er haldin.

Annar í keppninni varð Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður í Vodafone, en hinir tveir sem kepptu til úrslita voru Axel Clausen frá Fiskmarkaðnum og Kristófer Hamilton Lord frá Lava Bláa Lóninu. Yfirdómari var Matti Jänsen frá Finnlandi.

Verkefni keppenda var að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.

Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár. Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd. 

15 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...