Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Atkvæðagreiðsla meðal mjólkurframleiðenda
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 31. janúar 2019

Atkvæðagreiðsla meðal mjólkurframleiðenda

Höfundur: Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda
Dagana 11.–18. febrúar 2019 munu Bændasamtök Íslands láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðenda um hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið frá og með 1. janúar 2021, í samræmi við 14. gr. samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Kosið verður rafrænt og er framkvæmd kosningarinnar kynnt hér.
 
Með það að leiðarljósi að bændur geti tekið afstöðu í málinu hafa hér verið tekin saman aðalatriði þess hvaða þýðingu það hefur annars vegar að afnema kvótakerfið og hins vegar að því verði haldið. Verði niðurstaðan sú að afnema skuli kvótakerfið mun samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar ganga að stórum hluta áfram í þeirri mynd sem hann er skrifaður. Verði niðurstaðan sú að halda kvótakerfinu mun framhaldið byggjast á grunni fyrra kerfis. 
 
Síðastliðið haust sömdu Bænda­samtök Íslands og Lands­samband kúabænda við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að vinna greiningu á mismunandi kerfum um viðskipti með kvóta til undirbúnings fyrir atkvæðagreiðsluna. Eru eftirfarandi sviðsmyndir meðal annars unnar út frá niðurstöðu þeirrar greiningar.
 
Tekið skal fram að í kjölfar at­kvæða­­greiðslunnar munu samninga­­viðræður milli Bænda­samtaka Íslands og stjórnvalda hefjast, þar sem samninganefnd bænda mun leggja fram sínar áherslur. Þær sviðsmyndir sem hér birtast gætu tekið einhverjum breytingum í samningaferlinu. 
 

Sviðsmynd 1:

Kvótakerfið kosið af 

 
Verði kvótakerfið kosið af mun núgildandi samningur um starfsskilyrði í nautgriparækt halda áfram gildi sínu í stórum dráttum. 
 
- Gert er ráð fyrir að greiðslu­markið fjari út á samningstímanum, bæði sem viðmiðun fyrir beingreiðslur og kvóti sem tryggir forgang að innanlandsmarkaði.
 
- Heildargreiðslumark félli niður 1. janúar 2021 og framleiðsla mjólkur yrði ekki takmörkuð af opinberum aðila. 
 
- Greiðslumark einstakra lögbýla héldi gildi sínu, með áorðnum breytingum, sem viðmið fyrir beingreiðslur (áður A-greiðslur) til 31. desember 2025. 
 
- Greiðslur út á greiðslumark myndu fjara út á samningstímanum og færast yfir á greiðslur á alla innvegna mjólk eða aðra liði samningsins. 
 
-Ríkið hefði innlausnarskyldu á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni fram að síðasta innlausnardegi árið 2019. Frá þeim tíma væri ekki hægt að óska eftir innlausn.
 
Innlausn fer fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fær greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. 
 
Komi til þess að innleyst greiðslumark seljist ekki þannig að ekki verði jöfnuður á innlausn og sölu greiðslumarks skal því mætt með skerðingu á öðrum liðum samningsins samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga.
 
Greiðslumark framleiðenda þar sem engin framleiðsla fer fram í a.m.k. heilt verðlagsár innleysir ríkið án þess að bætur komi fyrir. 
 
- Semja þarf um fyrirkomulag á verðlagningu mjólkur en gildistöku þess fyrirkomulags sem kveðið er á um í 12. grein núverandi samnings var frestað. Þar er gengið út frá því að lágmarksverð til framleiðenda fyrir mjólk innan greiðslumarks, ákveðið af opinberum aðila, falli niður 1. janúar 2021. Þá verði afurðastöðvum heimilað að verðleggja mjólk til framleiðenda og ákvarða heildsöluverð á mjólkurafurðum innan ákveðinna tekjumarka sett af opinberum aðila. 
 
- Í 6. gr. samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar er kveðið á um fjármuni sem skal ráðstafa ef bregðast þarf við breytingum í framboði og eftirspurn á markaði. Árlegar fjárhæðir eru 92–99 milljónir króna út samningstímann. Eru þeir fjármunir ætlaðir til eflingu á markaðsfærslu nautgripaafurða, greiðslu á sérstökum uppbótum fyrir slátrun kálfa og kúa, tilfærslu í aðra framleiðslu á kúabúum eða tímabundnar býlisgreiðslur óháðar framleiðslu. 
 
- Heimilt er að færa allt að 20% árlega af upphæð milli einstakra liða samningsins, öðrum en greiðslum út á greiðslumark. Slík ákvörðun er í höndum framkvæmdanefndar búvörusamninga hverju sinni.
 

Sviðsmynd 2:

Kvótakerfið kosið áfram

 
Verði kvótakerfið kosið áfram þarf samningur um starfsskilyrði í nautgriparækt að taka töluverðum breytingum, með hliðsjón af eftirfarandi:
 
- Greiðslumarkið héldi sér sem kvóti sem tryggir forgang að innanlandsmarkaði. 
 
- Heildargreiðslumark yrði áfram gefið út fyrir hvert ár. 
 
- Niðurtröppun á beingreiðslum út á greiðslumark samkvæmt samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar yrði endurskoðuð ásamt annarri skiptingu greiðslna á liði samningsins.
 
- Lögð verður áhersla á að lágmarksverð til bænda verði áfram ákveðið af opinberum aðila.
 
- Viðskipti með greiðslumark myndu fara í gegnum miðlægan markað í umsjón MAST. Nokkrar leiðir kæmu til greina:
 
a) Tilboðsmarkaður/kvóta-markaður með fyrirfram ákveðnu verði.
 
b) Tilboðsmarkaður/kvótamark-
aður þar sem verð ræðst af framboði og eftirspurn hverju sinni og jafnvægisverð fundið. Skoðaður verður sá kostur að setja hámarksverð á hvern lítra mjólkur á kvótamarkaði. 
 
- Áfram yrði heimilt er að færa allt að 20% árlega af upphæð milli einstakra liða samningsins, öðrum en greiðslum út á greiðslumark. Slík ákvörðun er í höndum framkvæmdanefndar búvörusamninga hverju sinni.
 
- Semja þarf um fyrirkomulag á verðlagningu mjólkur en gildistöku þess fyrirkomulags sem kveðið er á um í 12. grein núverandi samnings var frestað og hefur verðlagsnefnd áfram ákveðið lágmarksverð til framleiðenda og heildsöluverð á mjólkurafurðum.
 
- Endanlegar útfærslur sviðsmyndar 2 eru eðlilega með fyrirvara um að samningar um þær náist við ríkið, en fulltrúar bænda munu halda ofangreindum áherslum fram.
 
Í framhaldi af atkvæðagreiðslunni mun fara fram skoðanakönnun meðal kúabænda sem eru félagsmenn BÍ og LK. Þar gefst tækifæri á að svara nokkrum spurningum sem snúa að nánari útfærslum samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar og mun varpa frekara ljósi á vilja bænda við endurskoðun búvörusamninga.

/Tekið saman af Bændasamtökum Íslands og Landssambandi kúabænda. 
 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...