Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ásahreppur keppir í Útsvari
Fréttir 2. september 2014

Ásahreppur keppir í Útsvari

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ásahreppur verður með í Útsvari í Ríkissjónvarpinu í vetur, en hreppurinn er sá fámennasti sem keppt hefur í spurningaþættinum til þessa. Um síðustu áramót bjuggu aðeins 193 í Ásahreppi.

Útsvar er, eins og kunnugt er, spurningakeppni milli sveitarfélaganna í landinu. Upphaflega kepptu 24 stærstu sveitarfélögin sín á milli en á síðasta ári var reglunum hins vegar breytt. Þá fengu þátttökurétt tvö sveitarfélög með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og eitt sveitarfélag með íbúafjölda undir 500 íbúa. Stærri sveitarfélögin tvö sem dregin voru út til þáttöku í vetur eru Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Í fyrra voru það Seyðisfjörður og Hvalfjarðarsveit sem fengu þátttökurétt í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og Tálknafjörður í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda undir 500. Lið Tálknafjarðar stóð sig með prýði í keppninni og tapaði naumlega fyrir Sandgerði í 1. umferð, með einungis eins stigs mun. Um áramótin 2012-2013 bjuggu 293 íbúar í Tálknafjarðarhreppi.


Ásahreppur verður því sem áður segir minnsta sveitarfélagið til að taka þátt í Útsvari til þessa. Björgvin G. Sigurðsson er nýr sveitarstjóri Ásahrepps og var hann hinn kátasti þegar Bændablaðið náði af honum tali á leið inn á afrétt. „Við erum að vinna í því að manna liðið. Okkur líst vel á þetta, þátturinn er skemmtilegur og góð og skemmtileg kynning fyrir hreppinn. Það er ekki útilokað að við blásum til einhverrar skemmtunar í kringum keppnina.“

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...