Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ársskýrsla Matís 2014 er komin út
Fréttir 7. janúar 2015

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Lesa skýrslu.

Skylt efni: Matís

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...