Mynd/Beit. Sauðburður stóð sem hæst þegar bændurnir á Heiðarbæ I voru sóttir heim á dögunum.
Fréttir 19. maí 2017

Annríki í sauðburði á Heiðarbæ - MYNDBAND

TJörvi Bjarnason

Í nýjasta þætti "Spjallað við bændur" er farið í heimsókn á Heiðarbæ I í Þingvallasveit. Þar búa hjónin Ólöf Björg Einarsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson með myndarlegt sauðfjárbú. Einnig er kjúklingaeldi á bænum og um árabil hafa ábúendur veitt hinn margrómaða Þingvallasilung.

Þátturinn gefur góða mynd af erlinum sem er á sauðfjárbúum þessa dagana þegar sauðburður stendur yfir.