Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Birki með reklum
Birki með reklum
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 2. október 2014

Ályktun Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaga á Vestfjörðum um Teigsskóg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði.

Í umræðu um ráðgerðan veg hefur því m.a. verið haldið fram að nauðsynlegt sé að varðveita Teigsskóg. Telja verður að þetta séu haldlaus rök, notuð sem yfirvarp. Örlítið brot af Teigsskógi og skóglendi að vestanverðu í Þorskafirði fer undir veg samkvæmt nýjustu tillögu Vegagerðarinnar, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. Skaðinn er því óverulegur. Við fyrirhugaðar framkvæmdir verður jafnmikill birkiskógur ræktaður innan héraðs til mótvægis við skerðingu í Teigsskógi. Birkiskóglendi á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum minnkar því ekki við gerð vegarins.

Á Vestfjörðum er að finna marga fallega birkiskóga. Nýr vegur um Teigsskóg mun greiða almenningi leið að Teigsskógi til að njóta hans og annarra fallegra náttúrufyrirbæra við utanverðan Þorskafjörð. Félögin benda á að engir hafa varðveitt betur sinn upprunalega birkiskóg en Barðstrendingar. Kjarr er mjög víða í sýslunni og nánast ómögulegt að leggja vegi án þess að að fara um kjarrlendi. Undanfarin tvö ár hefur Vegagerðin unnið að löngu tímabærum vegabótum vestar í sýslunni og hefur þurft að ryðja þar alls um 5 hektara birkiskógar. Til samanburðar er talið að varanleg röskun í Teigsskógi og Þorskafirði verði samtals 6,1 ha, verði farin sú veglína sem Vegagerð ríkisins kynnti nýlega.

Samkvæmt gildandi lögum er Vegagerðinni skylt að rækta nýjan birkiskóg á jafnstóru svæði og því sem skert er. Náttúrulegir birkiskógar í héraðinu eru jafnframt í mikilli útbreiðslu og vexti um þessar mundir.

Engin sérstök náttúrufræðileg rök hníga því til þess að fáeinir hektarar af birki í Teigsskógi skuli vera sá farartálmi nauðsynlegum vegabótum sem raun ber vitni. Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna. Með því væri að óþörfu gengið gegn búsetugæðum íbúa sem hafa verið í fararbroddi við að rækta og vernda náttúrulegt skóglendi.
 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...