Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla
Fréttir 27. apríl 2017

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla. Fuglarnir hafa nú flestir yfirgefið vetrarstöðvarnar og eru komnir til varpstöðva sinna á Íslandi.

Á heimasíðu Matvælastofnunar er minnt á að enn er í gildi aukið viðbúnaðarstig vegna hættu á að alvarlegt afbrigði af fuglaflensu geti borist frá villtum fuglum í alifugla og aðra fugla í haldi. Mast segir að greiningum á fuglaflensu í Evrópu hafi fækkað undanfarið en enn eru taldar nokkrar líkur á að það berist með farfuglum hingað til lands.
Hækkað viðbúnaðarstig

Hinn 23. mars síðastliðinn var viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu aukið með auglýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis nr. 241/2017, sem kveður á um auknar smitvarnir.

Tilfellum fækkað í Evrópu

Undanfarið hefur greiningum á alvarlegu afbrigði fuglaflensu af sermisgerðinni H5N8 fækkað á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Fækkunin er að hluta skýrð með því að í Evrópu er komið vor og í hærra hitastigi minnkar fjöldi virkra fuglaflensuveira hraðar en þegar kalt er.

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslensku farfuglanna, sem þeir hafa nú flestir yfirgefið og eru komnir til landsins.

Starfshópur, sem skipaður er sérfræðingum Matvælastofnunar, Háskóla Íslands, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, telur að enn sé ekki útilokað að fuglarnir hafi borið veiruna til landsins. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...