Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjöldi gesta sótti Síldarminjasafnið á Siglufirði heim á liðnu ári, eða ríflega 22 þúsund manns.
Fjöldi gesta sótti Síldarminjasafnið á Siglufirði heim á liðnu ári, eða ríflega 22 þúsund manns.
Mynd / Síldarminjasafnið
Fréttir 19. janúar 2016

Aldrei fyrr fleiri gestir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Árið 2015 sóttu 22.090 gestir Síldarminjasafnið heim, en aldrei fyrr hefur gestatalan verið svo há. Það er áhugavert að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna milli ára – þeir voru um 5.000 fleiri á árinu 2015 en 2014 eða alls 52% allra safngesta.
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Síldarminjasafnsins að hæst hlutfall gesta á safninu á liðnu ári voru þeir sem komu á eigin vegum, um 52%. Þá komu 38% með skipulögðum hópferðum og 10% gesta sóttu ein­staka viðburði, svo sem síldarsaltanir eða tónleika í húsakynnum safnsins.
 
Allt útlit er fyrir að árið 2016 verði safninu hagstætt en nú, fyrstu vikuna í janúar, liggja fyrir um 150 bókanir fyrir árið auk þess sem 14 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til Siglufjarðar.

Skylt efni: Síldarminjasafnið

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...