Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2018

Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur

Höfundur: smh

Tvö ákvæði til bráðabirgða, sem ætlað er að styðja við sauðfjárbændur, bættust við reglugerð 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt með útgáfu reglugerðar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu í dag.

Er þeim ætlað annars vegar að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda á árinu 2018 fyrir dilkakjötsframleiðslu ársins 2017 og hins vegar er um að ræða viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018.

Til fyrra verkefnisins verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017 og er um einskiptisaðgerð að ræða. Í reglugerðinni segir: „Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjanda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum skilyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.“

Viðbótargreiðslur vegna svæðisbundins stuðnings nema 150 milljónum króna og skiptast á milli bænda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á síðasta ári samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Matvælastofnun annast umsýslu með greiðslum.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...