Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Mynd / stravaganzastravaganza.blogspot.com
Fréttir 1. október 2014

Afríska svínapestin komin til fjögurra ESB-ríkja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út og er hún nú komin til fjögurra Evrópusambandsríkja. Nýverið greindu yfirvöld í Eistlandi frá því að sjúkdómsins hefði líka orðið vart þar í landi.

Í Eistlandi hefur pestin greinst  á svæði þar sem 15 lítil svínabú eru í rekstri. Gert var ráð fyrir að öllum svínum í þessum búum yrði slátrað og lýst var yfir að svæði sem næði yfir 8 kílómetra radíus í kringum búin yrðu sett í sóttvarnareinangrun.

Veiran berst ekki í önnur dýr eða fólk en getur borist á milli svæða með sýktum dýrum, sæði og hráu kjöti af sýktum dýrum. Einnig getur vírusinn borist með farartækjum, fatnaði og öðrum búnaði sem hefur komist í snertingu við jarðveg af sýktum svæðum eða sýkt svín. Dánartíðni meðal svína og grísa sem sýkjast er allt að 100%.

Ivar Padar, landbúnaðarráðherra Eistlands, telur líklegt að vírusinn kunni að hafa verið að breiðast út með villtum svínum í skógum landsins í sumar. Pestin hefur verið þekkt í Rússlandi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Þá er hún einnig komin til fjögurra Evrópusambandsríkja eins og fyrr greinir, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...