Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu
Fréttir 8. desember 2017

Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Færeyskir línubátar hafa á tíu fyrstu mánuðum ársins veitt 5.386 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins meiri afli en í fyrra sem var 5.230 tonn. Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð.

Þorskaflinn er orðinn 2.268 tonn, samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu,  en á sama tíma í fyrra var hann 1.678 tonn. Heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu er nú 2.400 tonn.

Færeysku skipin hafa því nýtt 94,5% af aflaheimildum í þorski á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar veiddu 1.292 tonn af ýsu og 828 tonn af löngu á árinu.

Aflahæsti færeyski báturinn í bolfiski á yfirstandandi vertíð er Klakkur með 762 tonn og því næst Eivind með 671 tonn en alls hafa þrettán færeyskir línubátar komið til veiða í íslenskri landhelgi á árinu.

Loðnuafli færeyskra skipa á árinu er 15.021 tonn.

Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð, þar af 244 tonn af löngu og 216 tonn. Af keilu. Loðnuafli norskra skipa er 60.382 tonn.  Þá veiddu grænlensk skip 27.368 tonn af loðnu.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...