Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Fréttir 30. nóvember 2015

Af jörðu ertu kominn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt svæðisskipulag – Höfuð­borgar­svæðið 2040 var samþykkt í sumar. Það er stefna allra sjö sveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins sem nær frá Kjósarhreppi í norðri til Hafnarfjarðar í suðri. 

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, flutti erindi um skipulagið á örfyrirlestraröð Árs jarðvegs fyrir skömmu.

Hrafnkell segir að þótt fókusinn sé að miklu leyti á borgarsvæðið þá sé einnig skýr stefna um að vernda verðmætt ræktarland utan þéttbýlis og nýta græn svæði innan borgarsvæðisins á fjölbreyttari máta en nú er gert.

Aukinn vöxtur stærsta áskorunin

„Á höfuðborgarsvæðinu er eina borgarsvæði landsins og þar búa ríflega 200 þúsund manns á samhangandi byggð frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri og er ein stærsta áskorun sem höfuðborgarsvæðið stendur fyrir aukinn vöxtur. 

Samkvæmt mannfjöldaspám svæðisskipulagsins má gera ráð fyrir að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70.000. Það eru jafn margir íbúar og búa samanlagt í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, eða á öllu suðursvæðinu. 

Vöxtur eins og þessi kallar  á breytingar og höfuðborgarsvæðið mun líta allt öðruvísi út árið 2040 en við þekkjum í dag. Þetta ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi en engu að síður góð áminning.“

Sagan ekki endurtekin

Hrafnkell segir að höfuðborgarsvæðið hafi áður gengið í gegnum ámóta vaxtarskeið. „Frá 1985 til 2012 fjölgaði íbúum þar um ríflega 70 þúsund. Þegar rýnt er í þann vöxt er ljóst að sagan verður ekki endurtekin svo auðveldlega og að það er alls ekki æskilegt.

Árið 1985 þakti borgarbyggðin 2.450 hektara og þéttleikinn var 54 íbúar á hektara. Til að byggja fyrir þau 70 þúsund sem bættust við til ársins 2012 voru teknir 3.340 hektarar undir byggð. Í dag fara um 5.800 hektarar undir borgarlandið og þéttleikinn kominn niður í 36 íbúa á hektara. 

Til samanburðar má benda á að ef við hefðum haldið sama þéttleika og var árið 1985 þá færu um 3.800 hektarar undir sama íbúafjölda. Það má því segja að við höfum tekið um 2.000 hektara undir byggðina sem auðveldlega hefði verið hægt að sleppa, 2.000 hektarar sem hefðu getað verið náttúrulegir og haft óbreyttan jarðveg og vistkerfi.

Þetta dreifða byggðamynstur hefur þau áhrif á ferðavenjur að bíllinn er helsti valkosturinn. Aukin bílaeign kallar svo á að ennþá meira svæði sé tekið undir bílastæði og önnur samgöngumannvirki. Þetta er vítahringur sem átak þarf til að losa sig úr.“

Sáttmáli um byggðaþróun

„Í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er sáttmáli sveitarfélaganna um að þróun næsta aldafjórðunginn leiði af sér þéttari byggð og eflingu vistvænna ferðamáta,“ segir Hrafnkell.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...