Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð.
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð.
Mynd / Sæmundur Kr. Þórvaldsson
Fréttir 13. október 2016

Æsispennandi kappvöxtur alaskaaspar og sitkagrenis á Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Hnífjafnt er nú í kapphlaupi alaskaaspar í Dýrafirði og sitkagrenis í Reykhólasveit.

Starfsfólk landshlutaverkefna í skógrækt sem nú er hluti af hinni nýju stofnun, Skógræktinni, hafa hist árlega á nokkurs konar landsmóti til að bera saman bækur sínar og kynnast nytjaskógrækt á lögbýlum í mismunandi landshlutum. Að þessu sinni var komið saman á Reykhólum 21.–22. september.

Skógfræðingar beina tækjum sínum að sitkagrenitrjánum í Barmahlíð. Frá vinstri: Kristján Jónsson, Valgerður Erlingsdóttir og Rakel Jónsdóttir. 

Í tengslum við landsmótið var efnt til trjámælinga þar sem vitað var um hæstu tré á Vestfjarðakjálkanum. Ekki er vitað betur en að nú berjist myndarleg alaskaösp við Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði um titilinn hæsta tré Vestfjarða við ekki síður myndarlegt sitkagrenitré í hinni ástsælu Barmahlíð í Reykhólasveit. Mælingin nú sýnir að öspin hefur náð greninu og sennilega ná bæði þessi tré að rjúfa 20 metra múrinn á næsta sumri.

Á eftir að taka sumarið út

Grenið í Barmahlíð mældist nú 19,6 m og hefur bætt við sig 60 cm síðustu tvö sumur. Öspin mældist 19,7 m og hefur hækkað um 140 cm á tveimur sumrum. Sæmundur Þorvaldsson, skógfræðingur hjá Skógræktinni á Vestfjörðum, bendir þó á að hafa beri í huga að grenið eigi eftir að taka út góða sumarið 2016, ef svo má segja, en hagstætt veður nýliðins sumars hafi þegar nýst öspinni. Frá þessu er sagt á vef Skógræktarinnar, skogur. is. 

Skylt efni: trjávöxtur | há tré

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...