Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní
Mynd / BBL
Fréttir 23. maí 2019

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Höfundur: smh

Samkvæmt tilkynningu sem Matvælastofnun hefur gefið út, verða aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá og með 1. júní 2019. Er það í samræmi við breytingu á búvörulögum sem samþykkt var á Alþingi 15. maí síðastliðinn.

„Þó verður heimil tilfærsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða. Aðilaskipti taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast nýjum handhafa frá sama tíma. Síðasti dagur til að tilkynna um aðilaskipti er 31. maí 2019.

Rétt er að taka fram að skv. stjórnarfrumvarpinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði upphaflega fram var gert ráð fyrir að aðilaskipti að greiðslumarki yrðu óheimil frá og með 1. september 2019, en dagsetningin var færð til 1. júní í meðförum Alþingis.

Við tekur síðan innlausnarfyrirkomulag, sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem var samþykktur af stjórnvöldum og sauðfjárbændum í upphafi ársins. Innlausnarfyrirkomulagið verður nánar útfært í reglugerð ráðherra, sem verður gefin út í sumar.

Ráðherra hefur nú skrifað undir breytingu á reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt í dag 23. maí 2019 í samræmi við fyrrgreinda breytingu á búvörulögum.,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...