Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Að fullu kolefnisjafnað
Fréttir 7. maí 2019

Að fullu kolefnisjafnað

Höfundur: Ritstjórn

Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. 

Íslenskt grænmeti er því orðið enn grænna en áður og neytendur fá tryggingu fyrir því að kolefnisfótspor á flutningi grænmetisins eru jöfnuð að fullu af vottuðum aðilum.

Samningurinn felur m.a. í sér að haldið er sérstakt kolefnisbókhald til að reikna út kolefnisfótspor í flutningum frá bónda og í verslanir. Út frá þeim gögnum er trjám plantað á tilgreindum svæðum og eru þau vernduð í 60 ár. Þannig er allur akstur vörunnar kolefnisjafnaður.

Kolviður er sjóður sem starfar samkvæmt skipulagsskrá samþykktri af stjórnvöldum 2006 og lýtur eftirliti Ríkisendurskoðunar. Stofnendur sjóðsins eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, en markmið hans er binding kolefnis í gróðri og jarðvegi til að draga úr styrk koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...