Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sláturbann og bann á flutningum nautgripa
Fréttir 17. nóvember 2017

Sláturbann og bann á flutningum nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lagt bann á markaðssetningu afurða og slátrun til manneldis og flutning gripa frá bænum Eystri-Grund við Stokkseyri. Nautgripir á bænum höfðu aðgang að óvörðum og götuðum sekkjum af kjötmjöli sem ætlað var að nota sem áburð í flög en kjötmjöl er óheimilt í fóðri fyrir dýr í matvælaframleiðslu.

Umfangsmikil löggjöf bannar notkun á kjötmjöli sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis til að hindra að heilahrörnunarsjúkdómar berist í menn og dýr. Þrátt fyrir að kjötmjölið hafi verið ætlað til notkunar sem áburður í flög þá var ljóst að nautgripir höfðu óheft aðgengi að sekkjunum um nokkra mánaða skeið. Göt voru á sekkjunum eftir tæki sem notað hefur verið til að koma sekkjunum á planið og höfðu fuglar gatað sekkina enn frekar. Þó svo að ekki hafi verið um ætlaða fóðurgjöf að ræða heldur andvaraleysi þá voru ummerki á staðnum um að nautgripir hafi verið við sekkina, þannig að sýnt þykir að mati Matvælastofnunar að nautgripirnir hafi sleikt og étið kjötmjöl úr þeim.

Samkvæmt lögum um matvæli er Matvælastofnun heimilt að stöðva starfsemi að hluta eða í heild ef rökstuddur grunur er um að matvæli séu heilsuspillandi, óhæf til neyslu eða valdi tjóni á öðrum hagsmunum.

Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim er Matvælastofnun heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji stofnunin að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.

Með ákvörðuninni er óheimilt að slátra gripunum til manneldis eða flytja þá af búinu. Bannið nær ekki til þeirra gripa sem haldnir voru inni í gripahúsi og höfðu ekki aðgang að kjötmjölinu.

Matvælastofnun hefur lagt fyrir ráðherra tillögur að fyrirskipun um förgun og eyðingu á þeim gripum sem hafa haft óheft aðgengi að kjötmjölinu. Ráðherra getur samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, fyrirskipað hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu tilkynningarskyldra og skráningarskyldra sjúkdóma og til að afstýra hættu og tjóni af völdum útbreiðslu þessara sjúkdóma.

Skylt efni: Mast

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...