Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Fréttir 20. febrúar 2019

96% lífmassa spendýra á jörðinni er fólk og búfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrot- og tilgangslausar veiðar á stórum spendýrum eru komnar að þeim mörkum að flestar tegundir eru að nálgast að vera eða eru í útrýmingarhættu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá International Union for Conservation of Nature teljast til stórra spendýra fílar, górillur, gíraffar, flóðhestar, nashyrningar og stórir hvalir svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem villtir strútfuglar og fleiri villtar dýrategundir teljast með í flokki stórra dýra sem eru á válista.
Í þessu sambandi er áhugavert að líta til lífmassa spendýra í heiminum, um 4% massans eru villt spendýr en 96% er fólk og búfé.

59% á válista

Greining á 362 tegundum stórra dýra­tegunda sýnir að um 70% þeirra eru á undanhaldi hvað fjölda varðar, 59% eru skráð sem tegund í útrýmingarhættu.

Helsta ástæða fækkunar stórra spendýra er talin vera veiðar, síðan ört minnkandi búsvæði vegna útbreiðslu ræktarlands og stækkun borga, mengun og eiturefni í umhverfinu og samkeppni við aðrar og ágengar dýrategundir sem sækja inn á búsvæði dýranna.

Veiðar helsta ástæða fækkunar

Veiðar, hvort sem um löglegar eða ólöglegar veiðar er að ræða, eru sagðar helsta ástæða þess að stórum villtum skepnum hefur fækka mikið undanfarna áratugi. Til löglegra en gersamlega tilgangslausra veiða telst þegar keypt eru veiðileyfi til að skjóta ljón, gíraffa eða önnur stór dýr sér til gamans. Til ólöglegra veiða er þegar dýr eru drepin til að skera af þeim tennur, horn eða aðra líkamshluta sem seldir eru á svörtum markaði.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...