Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Mynd / iStockphotos
Fréttir 22. ágúst 2017

8,3 milljarðar ­tonna af plasti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Um 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir frá því fjöldaframleiðsla hófst upp úr 1950. Um 60% af plasti sem nú er framleitt endar sem landfylling á urðunarstöðum. 
 
Það er niðurstaða viðamikilla rannsókna á kortlagningu alls plasts sem framleitt hefur verið og birtist í tímaritinu Science Advance. Í rannsókninni voru allar upplýsingar um plastframleiðslu í heiminum safnað saman og samtvinnuð við upplýsingar um fjölbreytta nýtingu plasts og mismunandi líftíma þess. Dæmigerð nýting plasts getur verið í allt frá nokkrum dögum, sem umbúðir, til meira en 30 ára, sem byggingarefni.
 
Höfundar rannsóknarinnar hyggja að 2,5 milljarðir tonna af plasti sé í notkun í dag um allan heim, mest af því í formi umbúða. Af þeim 8,3 milljörðum tonna sem framleiddir hafa verið er áætlað að 6,3 milljarðar tonna sé í dag rusl. Af því er áætlað að 12% hafi verið brennt en 79% sé nú í landfyllingum urðunarstaða. Aðeins 9% hefur verið endurunnið.
 
Plast er gerviefni sem unnið úr olíu og er nær ónæmt fyrir flestum náttúrulegum ferlum niðurbrots. Það hefur mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, en hægt er að leiða að því líkur að nær hver einasti einstaklingur noti plast á einhvern hátt til daglegra athafna þar sem það er t.a.m. að finna í umbúðum, húsgögnum, fötum og ílátum af ýmsu tagi.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...